Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Til heiðurs Manchester United

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Manchester United tryggði sér sinn 20. Englandsmeistaratitil í sögu félagsins þegar liðið lagði Aston Villa að velli í síðustu viku. Tæpt ár er síðan liðið missti titilinn í hendur grannanna í City á dramatískan hátt en í ár fögnuðu hinir rauðklæddu enn eina ferðina.

Sir Alex Ferguson stýrði United til Englandsmeistaratitils í þrettánda skiptið en hann hefur stýrt skútunni á Old Trafford frá árinu 1986. Ryan Giggs hefur verið í meistaraliðinu í öll skiptin undir stjórn Skotans sem segir Walesverjann vel geta spilað í tvö tímabil til viðbótar.

Frábært leiktímabil Manchester United og leið þeirra að titlinum var gert upp í Sunnudagsmessunni í gær. Hægt er að sjá myndskeiðið í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×