Enski boltinn

Redknapp áfram með QPR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Harry Redknapp
Harry Redknapp Nordicphotos/AFP
Tony Fernandes, eigandi QPR, staðfesti eftir fund með Harry Redknapp í dag að sá síðarnefndi yrði áfram knattspyrnustjóri félagsins.

„Ég held að hann hafi aldrei velt fyrir sér að hætta með liðið og halda áfram með verkefnið sem hann tók að sér," sagði Fernandes.

Redknapp tók við stjórnartaunum hjá QPR í nóvember þegar liðið sat í botnsætinu með fjögur stig eftir tólf leiki. Hann keypti meðal annars Loic Remy og Christopher Samba fyrir háar fjárhæðir en allt kom fyrir ekki.

Menn hafa velt fyrir sér hvað verði um leikmenn QPR sem margir eru ofurlaunaðir og lítil eftirspurn eftir. Tekjurnar hjá félaginu munu minnka á næstu leiktíð en Fernandes er hvergi banginn.

„Harry mun ekki þurfa að selja þá leikmenn sem hann vill halda í. Við fórum vel yfir það á fundi okkar," sagði Fernandes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×