Enski boltinn

Benteke skoraði þrennu á átján mínútum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Christian Benteke var ekki kjörinn besti ungi leikmaðurinn í kjöri leikmanna á Englandi í gær. Belganum unga virtist slétt sama á Villa Park í kvöld.

Fátt benti til þess að Benteke myndi skora þrennu þegar gengið var til búningsherbergja og Villa með 2-1 forystu. Belginn hafði haft tiltölulega hægt um sig en það átti eftir að breytast.

Á átján mínútum skoraði Benteke þrjú mörk. Tvö voru með skalla en í þriðja markinu nýtti Belginn sér klaufaskap í vörn Sunderland. Mörkin þrjú má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sunderland leitt til slátrunar

Belginn Christian Benteke reimaði skotskóna á sig fyrir alvöru á Villa Park í kvöld þegar Aston Villa burstaði Sunderland 6-1 í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×