Enski boltinn

Marklínutækni í enska boltanum á næstu leiktíð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Enska úrvalsdeildin hefur samþykkt að taka í notkun marklínutækni frá og með næstu leiktíð. Breska fyrirtækinu HawkEye verður falið að hafa umsjón með tækninni að því er BBC greinir frá.

Hawk-Eye hefur getið sér gott orð bæði í tennis og krikket. Með tækninni fá dómarar send skilaboð ef boltinn fer yfir marklínuna. Dómarar fá skilaboðin í úr sín sem eiga að titra innan einnar sekúndu frá því að mark er skorað.

Talið er að taka muni sex vikur að gera allt klárt hjá liðunum 17 sem bjarga sér frá falli í úrvalsdeildinni og þeim þremur sem vinna sér sæti í deildinni.

Marklínutækninni verður fyrst beitt í leiknum um Samfélagsskjölinn á Wembley í ágúst. Þar mætast Englandsmeistarar og bikarmeistarar í árlegum leik sem markar upphaf leiktíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×