Enski boltinn

Liverpool skoraði ekki gegn botnliðinu | Úrslit dagsins

Úr leik Liverpool og Reading í dag.
Úr leik Liverpool og Reading í dag.
Liverpool missteig sig enn eina ferðina í dag er liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn botnliði Reading.

Þrátt fyrir aragrúa færa var liðinu algjörlega fyrirmunað að skora. Reading fékk reyndar líka sín færi en leikmenn einstakir klaufar á báðum endum.

Liverpool enn í sjöunda sæti deildarinnar en Reading ísitur sem fastast í botnsætinu.

Arsenal vann svo magnaðan sigur á Norwich þar sem liðið skoraði þrjú mörk undir lokin. Arsenal komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar.

Úrslit:

Arsenal-Norwich  3-1

0-1 Michael Turner (56.), 1-1 Mikel Arteta, víti (85.), 2-1 Sebastien Bassong, sjm (89.), 3-1 Lukas Podolski (90.+2)

Aston Villa-Fulham  1-1

1-0 Charles N'Zogbia (55.), 1-1 Fabian Delph, sjm (66.)

Everton-QPR  2-0

1-0 Darron Gibson (40), 2-0 Victor Anichebe (56.)

Reading-Liverpool  0-0

Southampton-West Ham  1-1

1-0 Gaston Ramirez (59.), 1-1 Andy Carroll (65.).

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×