Enski boltinn

Frank de Boer: Get hugsað mér að taka við City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frank de Boer
Frank de Boer Mynd. / Getty Images
Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, hefur lýst yfir áhuga á að taka yfir Manchester City í nánustu framtíð.

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Man. City,  mun líklega mistakast að verja enska meistaratitilinn þar sem liðið er nú 12 stigum á eftir grönnum sínum í Manchester United.

De Boer er eitt af þeim nöfnum sem eru á lista yfir arftaka Mancini ef þjónustu hans er ekki lengur óskað.

„Manchester City er lið sem ég gæti alveg hugsað mér að taka við. Það er samt erfitt að pakka öllu niður og flytja alla fjölskylduna yfir, en ég myndi alvarlega hugsa málið.“

„Ég verð einnig að hugsa um aðra nálægt mér, ekki bara mig sjálfan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×