Enski boltinn

Aguero ekki refsað fyrir rassatæklinguna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að refsa Argentínumanninum Sergio Aguero fyrir tæklingu sína á David Luiz í undanúrslitaleik enska bikarsins á milli Manchester City og Chelsea. Aguero lét þá takkana vaða í rassinn á David Luiz þegar átta mínútur voru eftir af leiknum.

Enska sambandið gaf það út í dag að Aguero hafi sloppið með skrekkinn en dómari leiksins, Chris Foy, spjaldaði ekki einu argentínska framherjann fyrir "ruddaskapinn". Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan þá er hreinlega um árás að ræða hjá Aguero sem fékk bara dæmda á sig aukaspyrnu.

Þrátt fyrir sterk viðbrögð í fjölmiðlum og á samskiptavefjum þá sér aganefndin enga ástæðu til að refsa Aguero frekar. Þar ræður mestu að Chris Foy dæmdi aukaspyrnu á Aguero í þessu atviki. Foy sá því atvikið að einhverjum hluta og það var hans ákvörðun að tækling Aguero ætti ekki skilið spjald.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×