Enski boltinn

Hazard: Við vorum hræddir við Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eden Hazard í leiknum á móti Manchester City um helgina.
Eden Hazard í leiknum á móti Manchester City um helgina. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, segir að leikmenn liðsins hafi hreinlega verið hræddir við Manchester City þegar liðin mættust í undanúrslitum enska bikarsins á Wembley á sunnudaginn. Manchester City vann leikinn 2-1 og komst í úrslitaleikinn.

„Við vorum hræddir við City í fyrri hálfleiknum og sýndum þeim alltof mikla virðingu. Það varð okkur dýrkeypt. Við hefðum getað náð betri úrslitum ef við hefðum ekki byrjað leikinn svona illa," sagði Eden Hazard við The Sun.

Knattspyrnustjórinn Rafael Benitez var með reynsluboltana John Terry og Frank Lampard á bekknum og Ashley Cole gat ekki spilað vegna tognunar aftan í læri.

„Við spiluðum vel síðustu 40 mínútur leiksins en það er bara ekki nóg til að vinna City. Við fengum okkar færi og trúðum því allan tímann að við gætum unnið. Markvörðurinn þeirra stóð sig vel," sagði Hazard. Demba Ba minnkaði muninn í 2-1 en Chelsea náði ekki að jafna þrátt fyrir nokkrar góðar sóknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×