Enski boltinn

Schürrle nálgast Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enska blaðið Guardian segir að Chelsea sé nálægt því að festa kaup á Þjóðverjanum André Schürrle, leikmanni Bayer Leverkusen.

Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og munu halda áfram í vikunni. Schürrle er 22 ára gamall og mun vera áhugasamur um að ganga til liðs við Chelsea.

Fimm ára samningur mun vera á borðinu en Leverkusen hefði áhuga á að fá belgíska miðjumanninn Kevin de Bruyne að láni á móti. Sá hefur verið á láni hjá Werder Bremen og er enn í langtímaplönum Chelsea.

Fleiri leikmenn eru í sigtinu hjá Chelsea, til að mynda Radamel Falcao hjá Atletico Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×