Enski boltinn

Tevez hetja City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlos Tevez skoraði eina mark Manchester City sem vann 1-0 sigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni. City minnkaði þar með muninn á granna sína í Manchester United í þrettán stig auk þess að eiga leik til góða.

City átti þó nokkuð erfitt uppdráttar í kvöld og má þakka markverðinum Joe Hart fyrir að hafa ekki lent undir þegar að Franco Di Santo komst í gott færi í fyrri hálfleik.

Tevez komst svo framhjá Paul Scharner og Jordi Gomez á 83. mínútu og afgreiddi knöttinn í netið.

Wigan er því enn þremur stigum frá öruggu sæti en liðið er í átjánda sæti með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×