Enski boltinn

Chelsea á eftir Pellegrini

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rafa Benitez stýrði Chelsea til 3-0 sigurs gegn Fulham í Lundúnarslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Á sama tíma berast fréttir frá Spáni þess efnis að félagið sé á höttunum eftir nýjum knattspyrnustjóra.

Samkvæmt heimildum Guardian hitti ráðgjafi Manuel Pellegrini, þjálfara Malaga, starfsmenn Chelsea í vikunni. Til umræðu var hvort Chilemaðurinn gæti hugsað sér að söðla um og taka við stjórastarfinu hjá Chelsea.

Benitez, sem tók við liði Chelsea í nóvember, var aðeins ráðinn í tímabundið starf til loka leiktíðar. Ekki virðist áhugi fyrir að lengja veru hans í starfinu og er Pellegrini á óskalista Chelsea.

Pellegrini fór með Malaga í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið féll úr leik gegn Dortmund með dramatískum hætti. Hann talar afar góða ensku og hefur áður þjálfað Villarreal og Real Madrid.

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er einnig nefndur til sögunnar en Portúgalinn hefur gefið út að hann muni yfirgefa Madríd að loknu tímabilinu. Þá eru David Moyes hjá Everton og Diego Simeone hjá Atletico Madrid einnig í umræðunni.

Mörkin úr leik Fulham og Chelsea má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Chelsea í þriðja sætið

John Terry skoraði tvívegis þegar að Chelsea vann nokkuð þægilegan sigur á Fulham, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×