Enski boltinn

Tevez sektaður og dæmdur í samfélagsvinnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez þarf að sinna samfélagsvinnu í 250 klukkustundir fyrir að aka án ökuréttinda og trygginga. Hann sleppur þó við fangelsisvist.

Tevez var einnig sektaður um 187 þúsund krónur auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í sex mánuði.

Hann var upphaflega sviptur ökuleyfi í janúar síðastliðnum en var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að aka án leyfis.

Mál hans var tekið fyrir í morgun og játaði hann sekt.


Tengdar fréttir

Tevez játaði sekt

Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, kom fyrir dómara í morgun vegna umferðarlagabrota. Hann var í síðasta mánuði handtekinn fyrir að aka án ökuleyfis og trygginga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×