Enski boltinn

Tevez játaði sekt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, kom fyrir dómara í morgun vegna umferðarlagabrota. Hann var í síðasta mánuði handtekinn fyrir að aka án ökuleyfis og trygginga.

Tevez hefur aldrei fengið bílpróf í Englandi þar sem hann hefur ekki náð að klóra sig í gegnum bóklega hluta prófsins. Ástæðan er að hann hefur átt erfitt með að ná tökum á enskri tungu.

Tevez, sem er með ökuréttindi frá heimalandi sínu, missti þau vegna hraðaaksturs í janúar síðastliðnum. Þá var hann dæmdur í sex mánaða ökubann.

Refsing Tevez hefur ekki verið ákveðin en líklegt þykir að hann þurfi að sinna samfélagsþjónustu og sleppi því við fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×