Enski boltinn

Redknapp myndi hafna landsliðsþjálfarastarfinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp var fyrir ári síðan sterklega orðaður við starf landsliðsþjálfara Englands áður en Roy Hodgson var ráðinn. Hann myndi gefa enska sambandinu afsvar yrði leitað til hans í dag.

Redknapp stýrir nú QPR sem á í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er sjö stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir.

„Nei, ég myndi ekki taka starfinu - hvorki í dag né framtíðinni. Tækifærið var í fyrra."

Redknapp stýrði Tottenham á þeim tíma og það hefði kostað enska knattspyrnusambandið háar upphæðir að losa hann undan þeim skuldbindingum.

„Það hjálpaði ekki til, þó svo að enska sambandið myndi ekki viðurkenna það. Þetta var há upphæð sem einhver varð að borga."

Redknapp var svo rekinn frá Tottenham eftir að hann neitaði að skrifa undir nýjan samning að tímabilinu loknu. „Ég átti aldrei von á því. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×