Enski boltinn

Andy Carroll má ekki spila á móti Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll.
Andy Carroll. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andy Carroll skoraði tvö mörk í 3-1 sigri West Ham á West Brom í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en hann fær ekki tækifæri til að fylgja því eftir um helgina.

West Ham heimsækir Liverpool á Anfield á sunnudaginn en Andy Carroll má ekki spila leikinn þar sem hann er í láni frá Liverpool. Eins og venja er með lánsamninga þá spila leikmennirnir ekki á móti "sínum" eigendum.

Andy Carroll hefur skorað 4 mörk í síðustu sjö leikjum sínum og er að komast í gang eftir að hafa aðeins náð að skora 1 mark í fyrstu tólf deildarleikjunum í búningi West Ham.

Carroll var meiddur þegar Liverpool vann 3-2 sigur á West Ham í fyrri leiknum en West Ham er nú fjórum sætum og tólf stigum á eftir Liverpool í töflunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×