Enski boltinn

Bale byrjar að æfa innan tveggja vikna

Nordic Photos / Getty Images
Tottenham hefur gefið það út að búist sé við því að Gareth Bale muni snúa aftur til æfinga innan tveggja vikna.

Bale var borinn af velli undir lok leiks liðsins gegn Basel í Evrópudeild UEFA í vikunni og var jafnvel óttast að hann yrði frá í lengri tíma.

Meiðslin reyndust þó ekki svo slæm og segir á heimasíðu Tottenham að þeir Bale, William Gallas og Aaron Lennon, sem allir meiddust í leiknum gegn Basel, snúi aftur til æfinga innan tíðar.

Þeir munu þó missa af síðari leiknum gegn Basel en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×