Enski boltinn

Markalaust í toppslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn þegar að Cardiff gerði markalaust jafntefli við Watford í ensku B-deildinni nú síðdegis. Heiðar Helguson var á meðal varamanna Cardiff en kom ekki við sögu.

Fá dauðafæri litu dagsins ljós en það var þó hart barist og var Aron Einar einn þeirra sem fékk að líta gula spjaldið í leiknum.

Cardiff er sem fyrr á toppi deildarinnar en liðið er með 78 stig. Hull er í öðru sæti með 74 stig og Watford í því þriðja með 70. Tvö efstu liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina en næstu fjögur lið á eftir fara í umspil um eitt laust sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×