Enski boltinn

Wolves missteig sig í fallbaráttunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson. Nordic Photos / Getty Images
Björn Bergmann Sigurðarson spilaði allan leikinn þegar að lið hans, Wolves, tapaði fyrir Bolton í ensku B-deildinni í dag, 2-0. David N'Gog og Marcos Alonso skoruðu mörk Bolton í dag.

Wolves var búið að vinna þrjá deildarleiki í röð en eftir tapið í dag er liðið í þéttum fallbaráttupakka. Wolves er í nítjánda sæti með 48 stig en aðeins eitt stig skilja að liðin í 19.-23. sæti.

Bolton er í áttunda sæti deildarinnar og er tveimur stigum frá umspilssæti. Liðið er því enn með í baráttunni um að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina.

Kári Árnason spilaði allan leikinn er Rotherham tapaði fyrir Morecambe, 2-1, í ensku D-deildinni í dag. Rotherham er í sjötta sæti deildarinnar með 64 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×