Fótbolti

Pandev segir FIFA hafa gert mistök

Mourinho er ekki sáttur við FIFA.
Mourinho er ekki sáttur við FIFA.
Goran Pandev, leikmaður Napoli og fyrirliði makedónska landsliðsins, segir að FIFA hafi birt vitlausan seðil hjá sér í kjöri á þjálfara ársins.

Vicente de Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, vann kjörið og Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, varð annar í kjörinu.

Mourinho ákvað að mæta ekki á hófið þar sem hann grunaði að brögð væru í tafli. Ummæli Pandev styrkja þá skoðun Mourinho.

"Ég kaus Mourinho en hann kom ekki fram á seðlinum mínum. Ég veit ekki hvað gerðist en þetta er mjög skrítið," sagði Pandev.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×