Fótbolti

Elvar Geir: Vinnum á góðum degi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar
Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, reiknar með að leikur Íslands og Slóveníu verði jafn og spennandi.

„Það er erfitt að lesa í þennan leik - sérstaklega þar sem við vitum lítið um slóvenska liðið, bæði um leikkerfi og hvaða leikmenn munu spila," sagði Elvar Geir en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„En við erum með hörkugott lið og ef við náum því besta fram úr okkar mönnum munum við vinna þennan leik."

Elvar á von á að bæði lið munu reyna að sækja til sigurs. „Vörnin er þó okkar veikasti hlekkur og þurfum við að passa það. Slóvenar eru með gott lið og vilja spila boltanum mikið. Stundum er það svo mikið að þeir ráða ekki við það."

„Þetta verður örugglega jafn leikur og mun ráðast á einu mark til eða frá."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×