Skiptar skoðanir um að þvinga fram atkvæðagreiðslu: Ef það gerist, þá gerist það snögglega Valur Grettisson skrifar 22. mars 2013 12:57 Það er ljóst að það eru skiptar skoðanir um beitingu á 71. grein þingskaparlaga innan þingflokka ríkisstjórnarinnar, en lögin kveða á um að það sé hægt að þvinga fram atkvæðagreiðslu um mál. „Ef það gerist, þá gerist það snögglega," sagði einn þingmaður í samtali við Vísi en sumir þingmenn ríkisstjórnarinnar eru þess fullvissir um að baráttan sé komin á endastöð í þrátefli stjórnarflokkanna og Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í stjórnarskrármálinu. Þannig vilja hörðustu stjórnarþingmennirnir meina að það sé málþóf í gangi í umræðum um stjórnskipunarlögin og halda því fram að það sé ekkert til fyrirstöðu að greiða atkvæði um málið. Þessu er þó mótmælt af öðrum sem segja ríkisstjórnina hafa sett málið allt of seint á dagskrá, þannig það sé hæpið að halda því fram að um málþóf sé að ræða þegar svo mikilvægt mál sé til umræðu - auk þess sem 2. umræða hefur staðið síðan í gærmorgun. En það er ljóst að meirihlutinn er reiðubúinn til þess að beita 71. greininni, „ef menn telja þetta einu færu leiðina, þá verður hún farin," sagði annar þingmaður meirihlutans í samtali við fréttastofu. Það er þó ekki endilega hlaupið að því að nýta greinina. Þannig þyrfti að beita 71. grein þingskapalaganna að minnsta kosti tvisvar, þar sem stjórnarskrárfrumvarpið er nú í annarri umræðu og þriðja umræða eftir. Þá þyrfti að tryggja að 32 þingmenn væru í þingsal við atkvæðagreiðsluna, svo hún geti farið fram, en framsóknarmenn og sjálfstæðismenn gætu hugsanlega komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslan sé gild, vanti upp á fjöldann, með því að ganga úr þingsal. Þá er möguleiki á því að minnihlutinn dæli inn breytingatillögum en það mun vera þekkt á franska þinginu þegar meirihlutinn beitir sambærlegu ákvæði. Þá dæla menn hátt í 1500 breytingatillögum sem reynir töluvert á meirihlutann. Aðspurður segir þingmaður í ríkisstjórn að ef ákvæðinu verður beitt, verður það hugsað til enda með alla mótleiki í huga. Þá segja stjórnarþingmenn einnig að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu ekki endilega mótfallnir frumvarpi Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og formanna Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Það er að segja ef auðlindaákvæðið verður fellt út. Eins er stjórnarmeirihlutinn ekki afhuga því að semja um málið með þeim hætti, þeir hafa þó freistast til þess að fá stuðning í öðrum málum gegn niðurfellingu auðlindarákvæðisins. Þessar samningaumleitanir stranda þó á Framsóknarflokknum. Og þá er líklega komið að kjarna deilunnar, að hnútnum sem virðist ekki auðleystur þessa stundina. Á sama tíma og vinstri flokkarnir vilja koma stjórnarskrárfrumvarpinu í gegn með öllum tiltækum ráðum, svo þeir geti farið inn í kosningabaráttuna með það vopn í hendi, þá vill Sjálfstæðisflokkurinn komast sem fyrst í sína kosningabaráttu enda ljóst að þeir eru að tapa fylgi hratt til Framsóknarflokksins. Til þess að auka ekki á áhættuna að missa enn meira fylgi yfir til flokksins, eru forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins tregir til þess að komast að samkomulagi við stjórnarmeirihlutann af ótta við að staðföst andspyrna Framsóknarflokksins í málinu gæti skilað þeim ennfrekara fylgi fari eitthvað úrskeiðis í málinu. Eins og einörð andstaða við Icesave-málið skilaði þeim risastökki í skoðanakönnunum. Það er því hægt að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé að einhverju leytinu til á milli steins og sleggju, þó tíminn sé frekar að renna út hjá stjórnarflokkunum. Þingmenn meirihlutans, sem og nokkrir aðrir þingmenn, eru þó allir sammála um eitt; Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa tögl og haldir í þingsalnum í krafti gallaðra þingskapalaga sem gera það að verkum að minnihlutinn geti talað samfleytt „fram að áramótum," eins og einn þingmaður orðaði það. Þannig sé tilfinningin næstum sú að sögn þingmanns að völdin hafi hreinlega færst yfir til minnihlutans. Annar þingmaður innan Samfylkingarinnar sem er frekar hlynntur beitingu 71. greinarinnar heldur en ekki, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, væri þegar farinn að haga sér eins og hann væri kominn í meirihluta, eins og gott gengi í skoðanakönnunum benda til að verði raunin eftir næstu kosningar. Það er ekki síst þessi afstaða sem virðist fara í taugarnar á þingmönnum stjórnarmeirihlutans sem lesa þannig í stöðuna að Framsóknarflokkurinn vilji hreinlega ekki slíta þingi strax heldur draga það á langinn og hafa sem stysta kosningabaráttu. Það minnkar töluvert líkurnar á mistökum sem skilar sér hugsanlega í besta fylgi flokksins í áratugi. Hver sem niðurstaðan verður þá er ljóst að það verði fullreynt að semja um þinglok. En eins og þingmaður sagði í samtali við Vísi, þá verður þessi leið farin ef öll önnur úrræði þrjóta. Og það verður líklega ekki gert af léttúð, enda var ákvæðinu síðast beitt árið 1949, þegar knúið var á um atkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO sem leiddi síðan til óeirða á Austurvelli. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Það er ljóst að það eru skiptar skoðanir um beitingu á 71. grein þingskaparlaga innan þingflokka ríkisstjórnarinnar, en lögin kveða á um að það sé hægt að þvinga fram atkvæðagreiðslu um mál. „Ef það gerist, þá gerist það snögglega," sagði einn þingmaður í samtali við Vísi en sumir þingmenn ríkisstjórnarinnar eru þess fullvissir um að baráttan sé komin á endastöð í þrátefli stjórnarflokkanna og Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í stjórnarskrármálinu. Þannig vilja hörðustu stjórnarþingmennirnir meina að það sé málþóf í gangi í umræðum um stjórnskipunarlögin og halda því fram að það sé ekkert til fyrirstöðu að greiða atkvæði um málið. Þessu er þó mótmælt af öðrum sem segja ríkisstjórnina hafa sett málið allt of seint á dagskrá, þannig það sé hæpið að halda því fram að um málþóf sé að ræða þegar svo mikilvægt mál sé til umræðu - auk þess sem 2. umræða hefur staðið síðan í gærmorgun. En það er ljóst að meirihlutinn er reiðubúinn til þess að beita 71. greininni, „ef menn telja þetta einu færu leiðina, þá verður hún farin," sagði annar þingmaður meirihlutans í samtali við fréttastofu. Það er þó ekki endilega hlaupið að því að nýta greinina. Þannig þyrfti að beita 71. grein þingskapalaganna að minnsta kosti tvisvar, þar sem stjórnarskrárfrumvarpið er nú í annarri umræðu og þriðja umræða eftir. Þá þyrfti að tryggja að 32 þingmenn væru í þingsal við atkvæðagreiðsluna, svo hún geti farið fram, en framsóknarmenn og sjálfstæðismenn gætu hugsanlega komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslan sé gild, vanti upp á fjöldann, með því að ganga úr þingsal. Þá er möguleiki á því að minnihlutinn dæli inn breytingatillögum en það mun vera þekkt á franska þinginu þegar meirihlutinn beitir sambærlegu ákvæði. Þá dæla menn hátt í 1500 breytingatillögum sem reynir töluvert á meirihlutann. Aðspurður segir þingmaður í ríkisstjórn að ef ákvæðinu verður beitt, verður það hugsað til enda með alla mótleiki í huga. Þá segja stjórnarþingmenn einnig að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu ekki endilega mótfallnir frumvarpi Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og formanna Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Það er að segja ef auðlindaákvæðið verður fellt út. Eins er stjórnarmeirihlutinn ekki afhuga því að semja um málið með þeim hætti, þeir hafa þó freistast til þess að fá stuðning í öðrum málum gegn niðurfellingu auðlindarákvæðisins. Þessar samningaumleitanir stranda þó á Framsóknarflokknum. Og þá er líklega komið að kjarna deilunnar, að hnútnum sem virðist ekki auðleystur þessa stundina. Á sama tíma og vinstri flokkarnir vilja koma stjórnarskrárfrumvarpinu í gegn með öllum tiltækum ráðum, svo þeir geti farið inn í kosningabaráttuna með það vopn í hendi, þá vill Sjálfstæðisflokkurinn komast sem fyrst í sína kosningabaráttu enda ljóst að þeir eru að tapa fylgi hratt til Framsóknarflokksins. Til þess að auka ekki á áhættuna að missa enn meira fylgi yfir til flokksins, eru forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins tregir til þess að komast að samkomulagi við stjórnarmeirihlutann af ótta við að staðföst andspyrna Framsóknarflokksins í málinu gæti skilað þeim ennfrekara fylgi fari eitthvað úrskeiðis í málinu. Eins og einörð andstaða við Icesave-málið skilaði þeim risastökki í skoðanakönnunum. Það er því hægt að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé að einhverju leytinu til á milli steins og sleggju, þó tíminn sé frekar að renna út hjá stjórnarflokkunum. Þingmenn meirihlutans, sem og nokkrir aðrir þingmenn, eru þó allir sammála um eitt; Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa tögl og haldir í þingsalnum í krafti gallaðra þingskapalaga sem gera það að verkum að minnihlutinn geti talað samfleytt „fram að áramótum," eins og einn þingmaður orðaði það. Þannig sé tilfinningin næstum sú að sögn þingmanns að völdin hafi hreinlega færst yfir til minnihlutans. Annar þingmaður innan Samfylkingarinnar sem er frekar hlynntur beitingu 71. greinarinnar heldur en ekki, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, væri þegar farinn að haga sér eins og hann væri kominn í meirihluta, eins og gott gengi í skoðanakönnunum benda til að verði raunin eftir næstu kosningar. Það er ekki síst þessi afstaða sem virðist fara í taugarnar á þingmönnum stjórnarmeirihlutans sem lesa þannig í stöðuna að Framsóknarflokkurinn vilji hreinlega ekki slíta þingi strax heldur draga það á langinn og hafa sem stysta kosningabaráttu. Það minnkar töluvert líkurnar á mistökum sem skilar sér hugsanlega í besta fylgi flokksins í áratugi. Hver sem niðurstaðan verður þá er ljóst að það verði fullreynt að semja um þinglok. En eins og þingmaður sagði í samtali við Vísi, þá verður þessi leið farin ef öll önnur úrræði þrjóta. Og það verður líklega ekki gert af léttúð, enda var ákvæðinu síðast beitt árið 1949, þegar knúið var á um atkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO sem leiddi síðan til óeirða á Austurvelli.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira