Innlent

Ný plata Sigur Rósar kemur út á Þjóðhátíðardag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Þór Birgisson er söngvari Sigur Rósar.
Jón Þór Birgisson er söngvari Sigur Rósar.
Ný plata Sigur Rósar kemur úr á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga, þann 17. júní næstkomandi, Platan ber titilinn Kveikur og kom fyrsta smáskifan af henni, lagið Brennisteinn, út í dag. Einnig hefur myndband við lagið þegar verið frumsýnt á vef hljómsveitarinnar. Leikstjóri þess er Andrew Huang, sem síðast gerði myndbandið við lag Bjarkar, Mutual Core. Þessi nýja plata Sigur Rósar er fyrsta platan sem hljómsveitin gefur út án Kjartans Sveinssonar hljómborðsleikara sem hefur yfirgefið hljómsveitina og horfið á vit nýrra ævintýra. Sveitin hefur í nægu að snúast en hún er á miðju tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni Valtara, sem kom út fyrir ári síðan. Í kvöld kemur hún fram í spjallþætti Jimmy Fallon á sjónvarpsstöðinni NBC. Á sunnudag hefst síðan Norður-Ameríkuleggur tónleikaferðarinnar. Á mánudag heldur Sigur Rós tónleika í Madison Square Garden í New York.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×