Fótbolti

Byrjunarliðið gegn Slóvenum | Eiður á bekknum

Eiður Smári byrjar á bekknum í dag samkvæmt heimildum Vísis.
Eiður Smári byrjar á bekknum í dag samkvæmt heimildum Vísis.
Það styttist í landsleik Slóveníu og Íslands í undankeppni HM. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari hefur tilkynnt strákunum um byrjunarliðið í dag.

KSÍ er ekki búið að gefa liðið út en Vísir hefur heimildir fyrir því að búið að sé að tilkynna liðið og það verði eins og stendur hér að neðan. Lagerbäck mun láta liðið spila 4-4-2 líkt og áður.

Eiður Smári Guðjohnsen byrjar leikinn á bekknum og einnig vekur athygli að Sölvi Geir Ottesen er í liðinu þó svo hann spili ekkert fyrir félag sitt, FCK.

Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður hann í beinni textalýsingu á Vísi.

Byrjunarliðið:

Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson

Ragnar Sigurðsson

Sölvi Geir Ottesen

Ari Freyr Skúlason

Birkir Bjarnason

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði

Emil Hallfreðsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Alfreð Finnbogason

Kolbeinn Sigþórsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×