Fótbolti

Portúgal slapp með skrekkinn í Ísrael

Ronaldo í kröppum dansi í dag.
Ronaldo í kröppum dansi í dag.
Ísrael var aðeins nokkrum sekúndum frá því að leggja Portúgal af velli er liðin mættust í undankeppni HM í dag.

Fabio Coentrao skoraði jöfnunarmark Portúgala á þriðju mínútu uppbótartíma. Ísraelsmenn trúðu vart sínum eigin augum enda grátlega nálægt því að vinna einn sinn fræknasta sigur.

Bruno Alves kom Portúgal yfir strax á 2. mínútu en Ísrealsmenn svöruðu með þremur mörkum. 3-1 og 20 mínútur eftir.

Helder Postiga minnkaði muninn 18 mínútum fyrir leikslok og það var svo í blálokin sem mark Coentrao kom.

Ísrael og Portúgal eru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti F-riðils.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×