Fótbolti

Albanir unnu á Ullevaal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Ísland og Albanía eru nákvæmlega jöfn í 2. sætinu í E-riðli undankeppni HM 2014 eftir leiki kvöldsins. Ísland vann 2-1 útisigur í Slóveníu en Albanir sóttu þrjú stig á Ullevaal leikvanginn í Osló.

Hamdi Salihi skoraði eina mark leiksins í kuldanum í Osló en markið kom á 67. mínútu leiksins og eftir aukaspyrnu.

Albanir enduðu leikinn tíu á móti ellefu eftir að Andi Lila fékk sitt annað gula spjald á 88. mínútu leiksins, Albanir héldu hinsvegar út og tryggðu sér mikilvægan sigur.

Norðmenn eru nú í 4. sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir Íslandi og Albaníu en fjórum stigum á undan neðstu liðum riðilsins sem eru Kýpur og Slóvenía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×