Fótbolti

Englendingar skoruðu átta mörk í San Marínó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta var létt hjá enska landsliðinu í kvöld.
Þetta var létt hjá enska landsliðinu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Englendingar áttu eins og allir bjuggust við ekki miklum vandræðum í San Marínó í kvöld og tryggðu sér sannfærandi 8-0 sigur í leik liðanna í undankeppni HM 2004. Fimm af mörkum enska liðsins komu í fyrri hálfleiknum.

Englendingar eru áfram í öðru sæti riðilsins nú tveimur stigum á eftir toppliði Svartfellinga. Markatala enska liðsins er nú 20-2.

Jermain Defoe skoraði tvö mörk fyrir enska landsliðið í leiknum en Wayne Rooney náði líka að skora í sjötta landsleiknum í röð.

San Marínó liðið hjálpaði enska liðinu í gang með því að skora sjálfsmark á 12. mínútu eftir fyrirgjöf frá Leighton Baines.

Alex Oxlade-Chamberlain bætti við öðru marki á 28. mínútu eftir samspil við Wayne Rooney og lagði svo upp mark fyrir Jermain Defoe sjö mínútum síðar.

Ashley Young skoraði fjórða markið á 39. mínútu og Frank Lampard kom enska liðinu í 5-0 þremur mínútum fyrir hálfeik þegar hann skoraði eftir sendingu frá Leighton Baines.

Wayne Rooney skoraði sjötta markið á 54. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu og varamaður hans, Daniel Sturridge, bætti við sjöunda markinu á 70. mínútu þegar hann skallaði inn fyrirgjöf Ashley Young.

Jermain Defoe skoraði síðan sitt annað mark á 77. mínútu eftir sendingu frá liðsfélaga sínum hjá Tottenham, Kyle Walker.Defoe fékk síðan dauðafæri undir lokin til að gulltryggja þrennuna en fleiri urðu mörkin ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×