Fótbolti

Danir unnu sinn fyrsta sigur í Tékklandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danir fagna í kvöld.
Danir fagna í kvöld. Mynd/AFP
Danir voru ekki búnir að fagna sigri í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppni HM 2014 en bættu úr því kvöld þegar þeir sóttu þrjú stig til Tékklands.

Danir unnu þá Tékka 3-0 í Zlín en ö0ll þrjú mörk danska liðsins komu í seinni hálfleiknum.

Andreas Cornelius skoraði fyrsta markið á 57. mínútu og Simon Kjær bætti við öðru tíu mínútum síðar eftir sendingu frá Christian Eriksen. Niki Zimling innsiglaði síðan sigurinn átta mínútum fyrir leikslok.

Ítalir (10 stig) og Búlgarir (9 stig) eru fyrir ofan Dani sem eru nú jafnir Tékkum með fimm stig. Búlgaría vann 6-0 sigur á botnliði Möltu í dag en hefur leikið einum leik meira en Danmörk.

Danir voru aðeins með 2 stig og 2 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni en sigurinn í kvöld gefur liðinu von í baráttunni um sæti á næstu HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×