Fótbolti

Öll úrslitin í undankeppni HM í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Það var nóg um að vera í undankeppni HM 2014 í Brasilíu í kvöld enda íslenska landsliðið langt frá því að vera eina þjóðin sem var í eldlínunni með landslið sitt.

Spánverjar og Portúgalir töpuðu bæði óvænt stigum í dag en Hollendingar, Þjóðverjar, Bosníumenn og Svartfellingar styrktu stöðu sína á toppi sinna riðla. Frakkar eru komnir með tveggja stiga forskot á Spán og Belgar og Króatar gefa ekkert eftir í baráttunni um toppsætið í A-riðlinum.

Hér fyrir neðan má sjá úrslitin úr leikjum kvöldsins og stutta samantekt á stöðunni í hverjum riðli.



Úrslit í undankeppni HM 2014 í kvöld:

A-riðill

Króatía-Serbía 2-0

1-0 Mario Mandžukić (23.), 2-0 Ivica Olić (37.).

Makedónía - Belgía 0-2

0-1 Kevin de Bruyne (26.), 0-2 Eden Hazard (62.)

Skotland- Wales 1-2

1-0 Grant Hanley (45.), 1-1 Aaron Ramsey (72.), 2-1 Hal Robson-Kanu (74.)



Belgar og Króatar eru með 13 stig hvort á toppi riðilsins en sigur Wales skilar liðinu upp í 3. sætið með 6 stig. Skotar eru á botninum með tvö stig.



B-riðill

Búlgaría - Malta 6-0

1-0 Aleksandar Tonev (6.), 2-0 Aleksandar Tonev (38.), 3-0 Ivelin Popov (47.), 4-0 Emil Gargorov (55.), 5-0 Aleksandar Tonev (68.), 6-0 Ivan Ivanov (78.).

Tékkland - Danmörk 0-3

0-1 Andreas Cornelius (57.), 0-2 Simon Kjær (67.), 0-3 Niki Zimling (82.)

Ítalir (10 stig) og Búlgarir (9 stig) eru fyrir ofan Dani sem eru nú jafnir Tékkum með fimm stig.



C-riðill

Kasakstan - Þýskaland 0-3

0-1 Bastian Schweinsteiger (20.), 0-2 Mario Götze (22.), 0-3 Thomas Müller (74.)

Austurríki - Færeyjar 6-0

1-0 Philipp Hosiner (8.), 2-0 Philipp Hosiner (20.), 3-0 Andreas Ivanschitz (28.), 4-0 Zlatko Junuzovic (77.), 5-0 David Alaba (78.), 6-0 György Garics (82.)

Svíþjóð - Írland 0-0

Þjóðverjar eru komnir með fimm stiga forskot á Svía á toppi riðilsins en Svíar eiga leik inni. Austurríki og Írland eru einu stigi á eftir Svíum en Færeyingar hafa tapað öllum fjórum leikjum sínum með markatölunni 2-15.

D-riðill

Andorra - Tyrkland 0-2

0-1 Selcuk Inan (30.), 0-2 Burak Yilmaz (45.)

Holland - Eistland 3-0

1-0 Rafael van der Vaart (47.), 2-0 Robin van Persie (72.), 3-0 Ruben Schaken (84.)

Ungverjaland - Rúmenía 2-2

1-0 Vilmos Vanczák (16.), 1-1 Adrian Mutu (68.), 2-1 Balázs Dzsudzsák (71.), 2-2 Alexsandru Chipciu (90.).

Hollendingar eru með 15 stig og fullt hús á toppnum. Ungverjar og Rúmenar eru í 2. til 3. sæti með 10 stig og Tyrkir eru nú fjórum stigum á eftir þeim.



E-riðill

Slóvenía - Ísland 1-2

1-0 Milivoje Novaković (34.), 1-1 Gylfi Þór Sigurðsson (55.), 1-2 Gylfi Þór Sigurðsson (78.).

Noregur - Albanía 0-1

0-1 Hamdi Salihi (67.)

Sviss er með 10 stig á toppnum eða einu stigi meira en Ísland og Albanía sem eru nákvæmlega jöfn í 2. til 3. sæti. Svisslendingar eiga líka leik inni. Norðmenn eru í 4. sætinu með 7 stig.



F-riðill

Ísrael - Portúgal 3-3

0-1 Bruno Alves (2.), 1-1 Tomer Hemad (24.), 2-1 Eden Ben Basat (40.), 3-1 Rami Gershon (70.), 3-2 Hélder Postiga (72.), 3-3 Fábio Coentrão (90.+3)

Lúxemburg - Aserbaídsjan 0-0

Rússaland er með 12 stig og fjögurra stiga forskot á bæði Ísrael og Portúgal. Portúgal gat þakkað fyrir að ná í stig á móti Ísrael í dag.



G-riðill

Bosnía - Grikkland 3-0

1-0 Edin Džeko (29.), 2-0 Vedad Ibisevic (36.), 3-0 Edin Džeko (52.)

Slóvakía - Litháen 1-1

Liechtenstein - Lettland 1-1

Bosníumenn eru með 13 stig á toppnum og þriggja stiga forskot á Grikki eftir sigurinn í kvöld. Slóvakar eru í 3. sætinu með átta stig.



H-riðill

San Marínó - England 0-8

0-1 Sjálfsmark (12.), 0-2 Alex Oxlade-Chamberlain (28.), 0-3 Jermain Defoe (35.), 0-4 Ashley Young (39.), 0-5 Frank Lampard (42.), 0-6 Wayne Rooney (54.), 0-7 Daniel Sturridge (70.), 0-8 Defoe (77.).

Moldóvía - Svartfjallaland 0-1

0-1 Mirko Vučinić (79.)

Pólland - Úkraína 1-3

0-1 Andriy Yarmolenko (2.), 0-2 Oleh Husyev (7.), 1-2 Lukasz Piszczek (18.), 1-3 Roman Zozulya.(45.)

Svartfjallaland er með 13 stig og tveggja stiga forskot á England en Úkraína og Pólland eru bæði með fimm stig eða sex stigum minna en Englendingar. Þau eiga þó bæði leik inni.



I-riðill

Spánn - Finnland 1-1

1-0 Sergio Ramos (49.), 1-1 Teemu Pukki (79.)

Frakkland-Georgía 3-1

1-0 Olivier Giroud (45.), 2-0 Matthieu Valbuena (47.), 3-0 Franck Ribery (61.), 3-1 Aleksandr Kobakhidze (71.)

Frakkar náðu tveggja stiga forskoti á Spánverja eftir úrslit kvöldsins en Frakkland er nú með 10 stig en Spánn með 8 stig. Georgía er í 3. sætinu með 4 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×