Fótbolti

Rio fékk að heyra það úr stúkunni

Stuðningsmenn enska landsliðsins sendu varnarmanninum Rio Ferdinand kaldar kveðjur á leik Englands og San Marinó í gærkvöldi.

Rio dró sig úr landsliðshópnum en hafði samt tíma til þess að ferðast til Katar og aðstoða við lýsinguna á landsleiknum. Það féll i grýttan jarðveg.

"Auðvitað heyrði ég þetta. Ég er ekki heyrnarlaus. Ég hef samt ekkert um þetta að segja," sagði Roy Hodgson landsliðsþjálfari eftir leik.

Hodgson staðfesti einnig eftir leikinn að þeir Gary Cahill og Theo walcott myndu ekki geta leikið gegn Svartfjallalandi á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×