Fótbolti

Ramsey baðst afsökunar á rauða spjaldinu

Ramsey skorar úr víti í leiknum í gær.
Ramsey skorar úr víti í leiknum í gær.
Wales vann fínan sigur á Skotum, 2-1, í gær en rautt spjald á Aaron Ramsey skyggði aðeins á sigurgleði Walesverja.

Ramsey fékk tvö gul spjöld í leiknum og verður í banni gegn Króatíu á þriðjudag.

"Þetta voru gríðarleg vonbrigði og ég verð að læra af þessu. Ég olli sjálfum mér vonbrigðum með þessu og ég bað þjálfarann afsökunar á að hafa brugðist liðinu," sagði Ramsey miður sín eftir leikinn.

Wales sýndi í leiknum að það er meira en Gareth Bale því hann fór af velli í hálfleik en Wales vann leikinn engu að síður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×