Fótbolti

Gylfi valinn maður kvöldsins hjá FIFA

Gylfi fagnar í gær.
Gylfi fagnar í gær. Mynd/AP
Heimasíða alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson sem leikmann gærkvöldsins í undankeppni HM.

Gylfi afgreiddi Slóvena með tveimur frábærum mörkum og fær útnefninguna fyrir það.

Fifa.com minnist einnig á að mars sé mánuður Gylfa. Hann hafi verið valinn leikmaður mars-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og sé svo búinn að fara mikinn síðustu vikur.

Meðal annars hafi Gylfi skoraði frábært mark gegn Inter í Evrópudeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×