Enski boltinn

Nigel Adkins staðfestur sem nýr stjóri Reading

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nigel Adkins.
Nigel Adkins. Mynd/Nordic Photos/Getty
Nigel Adkins er tekinn við sem nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Reading en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í morgun.

Nigel Adkins, sem var áður stjóri Southampton, skrifaði undir samning við Reading til ársins 2016. Hann er 48 ára gamall sjúkraþjálfari sem hefur var knattspyrnustjóri Southampton frá 2010-2013 og kom liðinu aftur í hóp þeirra bestu.

Adkins var rekinn sem stjóri Southampton í janúarmánuði en tekur nú við starfi Brian McDermott sem var látinn fara frá Reading í byrjun mars.

Reading er í mjög erfiðri stöðu í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir Aston Villa sem er í síðasta örugga sætinu þegar átta umferðir eru eftir. Southampton er átta stigum á undan Reading.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×