Fótbolti

Hættum að spila í seinni hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gerrard gengur af velli í kvöld.
Gerrard gengur af velli í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard segir að Englendingar geti sjálfum sér um kennt eftir 1-1 jafntefli við Svartfjallaland í undankeppni HM 2014 í kvöld.

Wayne Rooney kom Englandi yfir snemma í leiknum en heimamenn voru sterkari í seinni hálfleik og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark.

„Við hættum að spila í 20-30 mínútur í seinni hálfleik. Það má enginn við slíkri spilamennsku á útivelli. Við hættum að gefa boltann og þeir skoruðu verðskuldað mark," sagði Gerrard eftir leikinn.

„Það er alltaf hættulegt að vera bara 1-0 yfir og þeir tóku stjórnina í seinni hálfleik, þar til tíu mínútur voru eftir. En við höfum samt trú á því að við getum náð toppsæti riðilsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×