Fótbolti

Léttklæddir Skotar mokuðu snjó í Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skoska fótboltalandsliðið á magnaða stuðningsmenn en Skotapils-herinn (Tartan army) kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að fylgja skoska landsliðinu út um allan heim.

Við Íslendingar höfum fengið líka að kynnast þegar Skotar hafa spilað á Laugardalsvellinum í gegnum tíðina.

Skotar mættu Serbum á útivelli í undankeppni HM í gær en um tíma var óvíst hvort að yrði af leiknum vegna mikillar snjókomu í Serbíu. Heimamenn urðu að safna saman góðum hópi til að moka snjó af vellinum svo að leikurinn geti farið fram.

Meðlimir Skotapils-herinn eru heiðursmenn sem hugsa fyrst og fremst um að skemmta sér og öðrum. Þeir voru því tilbúnir að hjálpa til og mættu margir til að hjálpa Serbunum við moka snjó af vellinum.

Það vakti samt mesta athygli að þeir mættu allir í skotapilsunum og margir þeirra voru í engu öðru. Það er skrýtin sjón að sjá hálfbera Skota moka snjó af fótboltavelli en það geta menn með því að smella á myndbandið hér fyrir neðan.

Skotar töpuðu leiknum 2-0 og eiga ekki lengur möguleika á því að komast á HM í Brasilíu 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×