Fótbolti

Köstuðu kveikjurum og klósettrúllum að Hart

Ein klósettrúllan fór í höfuð Hart og vafðist svo utan um hann.
Ein klósettrúllan fór í höfuð Hart og vafðist svo utan um hann.
Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart segist hafa spilað skemmtilegri leiki en gegn Svartfjallalandi. Áhorfendur þar í landi köstuðu nefnilega öllu lauslegu að honum.

Á myndinni sem fylgir fréttinni sést að klósettrúllum var kastað í Hart. Markvörðurinn segir að áhorfendur hafi einnig kastað kveikjunum og pennum í sig.

"Það var öllu mögulegu kastað í mig. Vatnsflöskum líka. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum," sagði Hart en leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1.

Svartfellingar mega búast við hárri sekt og jafnvel heimaleikjabanni vegna hegðunar áhorfenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×