Enski boltinn

Gylfi og félagar með FIFA-vírusinn á morgun?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, trúir því að það muni koma niður á Tottenham í leik liðanna á morgun hversu margir leikmenn liðsins voru í burtu með landsliðunum sínum undanfarna daga en tuttugu leikmenn Tottenham-liðsins voru uppteknir með landsliðum sínum. Swansea missti „bara" fimm leikmenn í burtu í landsliðsverkefni.

„Þeir kalla þetta FIFA-vírus á Spáni. Bestu liðin fá hann í fyrsta leik eftir landsleikjahlé þear leikmenn liðsins hafa ekki verið saman í tvær vikur," sagði Michael Laudrup við BBC.

„Við vorum með nokkra leikmenn í burtu en það var lítið miðað við sum stóru liðanna sem voru með í kringum fimmtán menn í burtu. Það veit enginn hvernig þetta spilast fyrst eftir landsleikjahléin og sum af stóru liðinum hata þessa aðstæður," sagði Laudrup.

Gylfi Þór Sigurðsson var einn þessara leikmanna Tottenham sem voru uppteknir með landsliðum sínum en Gylfi skoraði bæði mörk Íslands í glæsilegum 2-1 sigri á Slóveníu.

Tottenham er að berjast um sæti í Meistaradeildinni en liðið er með 54 stig í 4. sætinu og er eins og er fjórtán stigum á undan Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×