Enski boltinn

Overmars staðfestir áhuga Liverpol á Eriksen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen fagnar hér marki með Kolbeini Sigþórssyni.
Christian Eriksen fagnar hér marki með Kolbeini Sigþórssyni. Mynd/Nordic Photos/Getty
Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá hollenska félaginu Ajax, hefur staðfest það að Liverpool hafi áhuga á því að kaupa danska landsliðsmanninn Christian Eriksen í sumar.

Christian Eriksen er 21 árs gamall en hefur engu að síður spilað yfir 100 leiki með Ajax eftir að hafa unnið sér sæti í aðalliðinu árið 2010.

„Við höfum séð marga fulltrúa erlendra félaga fylgjast með Eriksen á leikjum okkar og Liverpool-menn hafa mætt oft," sagði Marc Overmars við hollenska blaðið De Telegraaf.

„Við viljum helst að hann spili með okkur í tvö ár í viðbót en þegar hann fer frá okkur þá verður hann tilbúinn að spila fyrir öll lið. Hann er leikmaður sem myndi styrkja bestu liðin í fótboltanum," sagði Overmars.

Christian Eriksen er með 7 mörk og 11 stoðsendingar í 26 deildarleikjum með Ajax á þessu tímabili en hann var með 1 mark og 4 stoðsendingar í 6 leikjum í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×