Enski boltinn

Zaha biðst afsökunar á að hafa sýnt stuðningsmönnum Leeds fingurinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Zaha í baráttu við Stephen Warnock bakvörð Leeds United á laugardag.
Zaha í baráttu við Stephen Warnock bakvörð Leeds United á laugardag. Mynd/NordicPhotos/Getty
Wilfried Zaha hefur beðist afsökunar á að hafa sýnt stuðningsmönnum Leeds United miðfingurinn þegar Crystal Palace og Leeds United gerðu 2-2 jafntefli um helgina.

Framherjinn ungi er á leið til Manchester United og sungu stuðningsmenn Leeds United nýsöngva um væntanlegan áfangastað Zaha sem fór fyrir brjóstið á Zaha sem brást við með að sýna stuðningsmönnum Leeds löngu töng út rétt innan um krefta fingur.

Zaha baðst afsökunar á Twitter-síðu sinni. „Á þeim nótum vil ég biðjast afsökunar á merkinu sem ég sendi stuðningsmönnum Leeds í leiknum í gær. Það var ófaglegt af mér,“ sagði yfirlýsingin.

Glenn Murray tryggði Palace jafntefli í leiknum á laugardag þegar hann skoraði seinna mark sitt. Steve Morison skoraði bæði mörk Leeds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×