Fótbolti

Dortmund í stuði gegn Freiburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Dortmund fagna einu marka sinna í dag.
Leikmenn Dortmund fagna einu marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images
Robert Lewandowski og Nuri Sahin skoruðu tvö mörk hvor þegar að Dortmund vann 5-1 sigur á Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Dortmund á þó litla sem enga möguleika á að ná Bayern sem er með sautján stiga forystu á toppi deildarinnar auk þess að eiga leik til góða gegn Leverkusen í dag.

Dortmund styrkti þó stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með sigrinum. Freiburg komst reyndar yfir með marki Jonathan Schmid á 28. mínútu en þeir Lewandowski og Sahin skoruðu næstu fjögur mörk í leiknum. Leonardo Bittencourt skoraði svo fimmta markið eftir sendingu Lewandowski.

Augsburg vann mikilvæg stig í fallbaráttunni með 1-0 sigri á Hamburg á útivelli. Liðið er með 24 stig og enn fimm stigum frá öruggu sæti.

Úrslit dagsins:

Hamburg - Augsburg 0-1

Hoffenheim - Mainz 0-0

Bremen - Greuter Fürth 2-2

Dortmund - Freiburg 5-1

Nürnberg - Schalke 3-0

Leverkusen - FC Bayern kl. 17.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×