Fótbolti

PSG missti niður 2-0 forystu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham, til hægri, í leiknum í kvöld.
David Beckham, til hægri, í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP
David Beckham var í byrjunarliði PSG sem gerði 2-2 jafntefli við Saint-Etienne í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Javier Pastore og Zlatan Ibrahimovic komu PSG í 2-0 forystu strax í upphafi leiksins en Ibrahimovic skoraði sitt mark úr vítaspyrnu.

Alex varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 37. mínútu og Francois Clerc tryggði svo Saint-Etienne jafntefli með marki á 72. mínútu.

Beckham spilaði allan leikinn en þetta var í fyrsta sinn sem hann er í byrjunarliði PSG í deildarleik. Hann gekk til liðs við félagið í janúar síðastliðnum.

PSG er á toppi deildarinnar með 58 stig og er með fimm stiga forystu á Lyon sem er í öðru sæti. Saint-Etienne er í fjórða sætinu með 49 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×