Enski boltinn

Anderson á förum | Fleiri gætu fylgt í kjölfarið

Það verða breytingar í herbúðum Man. Utd í sumar og sá leikmaður sem er hvað líklegastur til að yfirgefa félagið er brasilíski miðjumaðurinn Anderson.

Þessi 24 ára miðjumaður hefur ekki þótt standa undir væntingum á Old Trafford þó svo hann hafi átt einstaka góða leiki fyrir liðið. United átti von á meiru er það greiddi 17 milljónir punda fyrir hann árið 2007.

Hann er á eftir þeim Michael Carrick, Tom Cleverley og Ryan Giggs í goggunarröðinni og hefur aðeins spilað 12 af 29 leikjum United í deildinni.

Paul Scholes gæti lagt skóna á hilluna og svo gæti Javier Hernandez yfirgefið svæðið en hann vill spila fleiri leiki.

Staða Alexander Büttner og Anders Lindegaard verður skoðuð í sumar og svo er enn óvissa með framtíð Nani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×