Fótbolti

Tóm vitleysa að spila gegn Færeyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekki er líklegt að Færeyingar séu sáttir við ummæli Löw.
Ekki er líklegt að Færeyingar séu sáttir við ummæli Löw.
Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er harður stuðningsmaður þess að landslið fámennari þjóða ættu að fara í gegnum forkeppni áður en þær mæta „stóru þjóðunum".

Þýska blaðið Kicker hefur þetta eftir Löw en framundan eru tveir leikir Þjóðverja gegn Kasakstan á föstudag og þriðjudag. Færeyjar eru einnig í riðli með þjóðunum í undankeppni HM 2014.

Löw segir að það gangi hreinlega ekki upp að Þýskaland þurfi að spila í tvígang gegn landsliðum þjóða á borð við Kasakstan, Andorra, San Marino eða Færeyjar.

Þjóðverjar hafa áður velt þeirri hugmynd upp að minni þjóðirnar berjist um að mæta þeim stærri. Wolfgang Niersbach, forseti þýska knattspyrnusambandsins, segir engan möguleika á að Knattspyrnusamband Evrópu samþykki tillögur Þjóðverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×