Innlent

Vilja rannsóknarnefnd sem rannsakar læknamistök

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sérstök rannsóknarnefnd á heilbrigðissviði verður stofnuð, verði frumvarp nokkurra þingmanna að lögum. Rannsóknarnefndin mun hafa það hlutverk að rannsaka óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem verða við veitingu heilbrigðisþjónustu og hafa valdið sjúklingum tjóni eða kunna að hafa valdið sjúklingum tjóni. Samkvæmt hugmyndum um nefndina er gert ráð fyrir því að kvörtun verði borin fram við rannsóknarnefnd. Séu meira en tíu ár ler gert ráð fyrir að kvörtun verði vísað frá.

Samkvæmt frumvarpinu verður rannsóknarnefnd á heilbrigðissviði heimilt að taka skýrslur af sjúklingi, heilbrigðisstarfsfólki og hverjum öðrum sem ætla má að búi yfir vitneskju sem geti stuðlað að því að leiða í ljós orsök óvænts atviks og annarra atriða sem nefndin telur nauðsynlegt að varpa ljósi á. Þeim verði skylt koma fyrir nefndina og svara spurningum sem til þeirra er beint.

Flutningsmenn frumvarpsins eru Álfheiður Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þuríður Backman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×