Fótbolti

Betri þjónusta í Boltavaktinni

Boltavakt Vísis er nú með betri og ítarlegri leiklýsingar frá knattspyrnuleikjum víða um Evrópu.

Undanfarin ár hefur Boltavakt Vísis þjónað áhugamönnum um knattspyrnu og handbolta en blaðamenn Vísis og Fréttablaðsins hafa séð um að lýsa ótal leikjum hérlendis frá árinu 2005.

Leikjum allra stærstu deilda Evrópu hefur einnig verið gerð skil í Boltavaktinni og nú hefur sú þjónusta verið aukin.

Eins og sést í meðfylgjandi leiklýsingu hér neðst í greininni, frá leik Getafe og Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni, er aukningin umtalsverð. Áður einskorðaðist lýsingin við mörk, spjöld og skiptingar en nú hefur marktilraunum, vörðum skotum, hornspyrnum og rangstöðum verið bætt við.

Aðrar mikilvægar upplýsingar, svo sem vítaspyrnudómar og þegar leikmenn bjarga á marklínu, eru einnig nýjar viðbætur við leiklýsingarnar.

Blaðamenn Vísis bæta svo við textalýsingu á völdum leikjum, oftast í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu.

Miðstöð Boltavaktarinnar verður áfram með sama horfi en þar gefst lesendum Vísis tækifæri á að fylgjast með því helsta sem gerist í öllum leikjum viðkomandi deildar samtímis.

Frekari viðbætur eru væntanlegar og munum við kynna þær þegar þær verða innleiddar í Boltavaktina.

Boltavaktin lýsir leikjum í efstu tveimur deildunum í Englandi og efstu deildum Þýskalands, Ítalíu, Spánar, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Hún fylgist líka með leikjum Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildinni sem og stórmótunum í knattspyrnu, HM og EM, ásamt undankeppnum þeirra í Evrópu.

Hér á Íslandi lýsum við öllum leikjum í Pepsi-deild karla, N1-deild karla, landsleikjum í handbolta og fótbolta, og völdum leikjum í öðrum deildum og keppnum.

Það má alltaf nálgast Boltavaktina á forsíðu íþróttavefs Vísis. Þar eru yfirlit yfir nýjustu úrslitin, næstu leiki og stöðu í viðkomandi deildum. Þar eru einnig hlekkir á leikjayfirlit tímabilsins alls sem og á Miðstöðina í viðkomandi deild, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×