Sport

Aðalheiður og Elías Íslandsmeistarar í kata

Íslandsmeistararnir kátir í dag.
Íslandsmeistararnir kátir í dag.
Elías Snorrason úr KFR og Aðalheiður Rósa Harðardóttir úr Breiðablik urðu í dag Íslandsmeistarar í kata fullorðinna en mótið fór fram í Hagaskóla.

Aðalheiður var að vinna þriðja árið í röð

Í hópkata kvenna urðu þær Aðalheiður, Svana og Kristín Íslandsmeistarar og vörðu þar með titil sinn síðan í fyrra. Í hópkata karla unnu svo Breiðablik þriðja árið í röð, en liðið skipuðu þeir Davíð Freyr, Heiðar og Magnús Kr.

Þegar heildarstigin voru reiknuð, þá stóð Breiðablik uppi sem sigurvegari með 28 stig og því Íslandsmeistari félag í kata fullorðinna þriðja árið í röð.

Helstu úrslit:

Kata Karla

1. Elías Snorrason, KFR

2. Heiðar Benediktsson, Breiðablik

3. Kristján Helgi Carrasco, Víkingur

3. Davíð Freyr Guðjónsson, Breiðablik

Kata kvenna

1. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Breiðablik

2. Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik

3. Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik

3. Kristín Pétursdóttir, Breiðablik

Hópkata Karla

1. Breiðablik, Davíð Freyr Guðjónsson, Heiðar Benediktsson, Magnús Kr. Eyjólfsson.

2. Þórshamar, Breki Guðmundsson, Bogi Benediktsson, Eiríkur Örn Róbertsson.

3. Víkingur, Kristján Helgi Carrasco, Sverrir Ólafur Torfason, Sindri Pétursson.

Hópkata Kvenna

1. Breiðablik A, Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir.

2. Breiðablik C, Kristín Pétursdóttir, María Orradóttir, Hera Björg Jörgensdóttir.

3. Breiðablik B, Björg Jónsdóttir, Tinna Rut Finnbogadóttir, Geirrún Tómasdóttir.

Heildarstig félaga

Breiðablik, 28 stig

Þórshamar, 4 stig

KFR, 3 stig

Víkingur, 3 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×