Fótbolti

AZ tapaði gegn Waalwijk | Cercle Brugge í góðri stöðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með AZ.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með AZ. Mynd. / Getty Images
AZ Alkmaar tapaði fyrir Waalwijk, 2-1, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á Mandemakers vellinum í Waalwijk.  Mart Lieder skoraði fyrsta mark leiksins fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins og kom heimamönnum yfir.

Jozy Altidore jafnaði síðan metin fyrir AZ á 70. mínútu leiksins. Það var síðan Mart Lieder sem tryggði heimamönnum sigurinn á sex mínútum síðar. Aron Jóhannsson kom inná í liðið AZ Alkmaar í upphafi síðari hálfleiksins en Jóhann Berg Guðmundsson kom inná af varamannabekknum tuttugu mínútum síðar.

Cercle Brugge komst í dag í frábæra stöðu í belgíska bikarnum þegar þeir unnu Kortrijk 2-1 í fyrri leik undanúrslitana. Chavarría kom Kortrijk yfir á upphafsmínútum leiksins en D'Haene jafnaði síðan metin á 26. mínútu.

Bakenga kom síðan Cercle Brugge yfir hálftíma fyrir leikslok og tryggði Brugge sigurinn.  Þeir fara því í síðari leikinn með 2-1 forystu en næsti leikur fer fram á þeirra heimavelli. Arnar Þór Viðarson lék allan leikinn fyrir Cercle Brugge.

Eiður Smári Guðjohnsen var á mála hjá félaginu fyrir áramót áður en hann skipti yfir í Club Brugge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×