Sport

Guðmundur og Eva unnu þrefalt

Eva ánægð í dag.
Eva ánægð í dag. mynd/vilhelm
Guðmundur Eggert Stephensen og Eva Jósteinsdóttir unnu bæði þrefalt á Íslandsmótinu í borðtennis sem lauk í íþróttahúsi TBR í dag.

Þau unnu bæði einliðaleikinn og tvíliðaleikinn. Þau spiluðu síðan saman í tvenndarleiknum og unnu þar sinn þriðja Íslandsmeistaratitil.

Guðmundur lagði Kára Mímisson, 4-0, í einliðaleik karla en Eva skellti Aldísi Rún Lárusdóttur, 4-1, í kvennaflokki.

Guðmundur vann tvíliðaleikinn með Magnúsi K. Magnússyni en Eva vann með Lilju Rós Jóhannesdóttur.

Úrslitin:

Meistaraflokkur karla:

1. Guðmundur E. Stephensen Víkingur.

2. Kári Mímisson KR

3-4. Magnús K. Magússon Víkingur

3-4. Davíð Jónsson KR

Meistaraflokkur kvenna:

1. Eva Jósteinsdóttir Víkingur.

2. Aldís Rún Lárusdóttir KR

3-4. Kolfinna Bjarnadóttir HK

3-4. Guðrún G Björnsdóttir KR

Tvenndarkeppni:

1. Guðmundur E. Stephensen/Eva Jósteinsdóttir Víkingur.

2. Davíð Jónsson/Aldís Rún Lárusdóttir KR

3-4. Gunnar S. Ragnarsson/Guðrún G Björnsdóttir KR

3-4. Einar Geirsson/Ásta Urbancic KR

Tvíliðaleikur karla:

1. Guðmundur E. Stephensen/Magnús K. Magnússon Víkingur.

2. Kári Mímisson/Jóhannes Tómasson KR

3-4. Tryggvi Áki Pétursson/Davíð Teitsson Víkingur

3-4. Davíð Jónsson/Kjartan Briem KR

Tvíliðaleikur kvenna:

1. Eva Jósteinsdóttir/Lilja Rós Jóhannesdóttir Víkingur.

2. Guðrún G Björnsdóttir/Aldís Rún Lárusdóttir KR

3-4. Eyrún Elíasdóttir/Bergrún Björgvinsdóttir Víkingur/Dímon

3-4. Ásta Urbancic/Guðfinna M. Clausen KR






Fleiri fréttir

Sjá meira


×