Sport

Hætti eftir tvö spörk og komst ekki í NFL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lauren Silberman, konan sem ætlaði að skrá sig á spjöld sögunnar með því að vera fyrsta konan til að komast að hjá liði í NFL-deildinni, entist ekki lengi í æfingabúðum fyrir leikmenn sem vilja komast inn í ameríska atvinnumannafótboltann.

Silberman ætlaði ekki að takast á við tröllin sem leika í deildinni heldur var hún að reyna að komast að sem sparkari.

Silberman náði aðeins að sparka tvisvar sinnum áður en hún hætti vegna tognunar í læri. Hún sparkaði 19 yarda í fyrra sparki sínu og aðeins 13 yarda í því síðara.

„Ég hef alltaf verið íþróttamaður og ég hef alltaf verið keppniskona. Þegar ég fékk tækifæri til að komast að í NFL þá varð ég að láta á það reyna," sagði hin 28 ára gamla Lauren Silberman eftir að hún hætti.

Silberman meiddist í aðdraganda æfingabúðanna og meiðslin tóku sig síðan upp í fyrsta sparki. Hún ætlaði samt að fara eins langt og hún kæmist því hún reyndi ekki að sparka í upphitunni.

Það er hægt að sjá myndband með Lauren Silberman hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×