Ekkert bólar á símtalinu fræga Höskuldur Kári Schram skrifar 5. mars 2013 18:46 Fjárlaganefnd Alþingis hefur enn ekki fengið afrit af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um risa lánveitingu til Kaupþings árið 2008. Formaður nefndarinnar er ósáttur við þá töf sem orðið hefur í málinu. Seðlabanki Íslands lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann sé tilbúinn að leyfa fjárlaganefnd Alþingis að lesa afrit af símtali Davíðs og Geirs varðandi 500 milljóna evra lánveitingu til Kaupþings í október 2008. Nefndarmenn verða þó bundnir þagnarskyldu og mega ekki greina opinberlega frá því sem kemur fram í samtalinu. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er bankinn ekki kominn með heimild til að afhenda nefndarmönnum þessi gögn. Formaður Fjárlaganefndar segir mikilvægt að nefndin fái þessi gögn til að hægt sé að skila alþingi skýrslu um hvernig staðið var að lánveitingunni. „við erum mjög ásótt við það. þetta er búið að taka ár - það var mars í fyrra sem við byrjuðum á þessu máli. það er búið að taka allan þennan tíma að fá þessar upplýsingar og kryfja þetta mál til mergjar - hvernig á þessu stóð, hvers vegna lánið var veitt og hverjir tóku þá ákvörðun. auðvitað erum við ósátt við það. þingið á ekkert að láta bjóða sér það," segir Björn Valur Gíslason formaður fjárlaganefndar. Lán Seðlabankans til Kaupþings var veitt gegn veði í danska bankanum FIH. Bankastjórn seðlabankans samþykkti hins vegar ekki lánveitinguna formlega. „Þingið á rétt á þessum upplýsingum og við öll. þetta voru risa upphæðir sem fóru þarna út. þetta er eitt af stóru hrunamálunum og við eigum ekki að sætta okkur við það að vita ekki hvernig í því máli liggur," segir Björn Valur. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis hefur enn ekki fengið afrit af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um risa lánveitingu til Kaupþings árið 2008. Formaður nefndarinnar er ósáttur við þá töf sem orðið hefur í málinu. Seðlabanki Íslands lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann sé tilbúinn að leyfa fjárlaganefnd Alþingis að lesa afrit af símtali Davíðs og Geirs varðandi 500 milljóna evra lánveitingu til Kaupþings í október 2008. Nefndarmenn verða þó bundnir þagnarskyldu og mega ekki greina opinberlega frá því sem kemur fram í samtalinu. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er bankinn ekki kominn með heimild til að afhenda nefndarmönnum þessi gögn. Formaður Fjárlaganefndar segir mikilvægt að nefndin fái þessi gögn til að hægt sé að skila alþingi skýrslu um hvernig staðið var að lánveitingunni. „við erum mjög ásótt við það. þetta er búið að taka ár - það var mars í fyrra sem við byrjuðum á þessu máli. það er búið að taka allan þennan tíma að fá þessar upplýsingar og kryfja þetta mál til mergjar - hvernig á þessu stóð, hvers vegna lánið var veitt og hverjir tóku þá ákvörðun. auðvitað erum við ósátt við það. þingið á ekkert að láta bjóða sér það," segir Björn Valur Gíslason formaður fjárlaganefndar. Lán Seðlabankans til Kaupþings var veitt gegn veði í danska bankanum FIH. Bankastjórn seðlabankans samþykkti hins vegar ekki lánveitinguna formlega. „Þingið á rétt á þessum upplýsingum og við öll. þetta voru risa upphæðir sem fóru þarna út. þetta er eitt af stóru hrunamálunum og við eigum ekki að sætta okkur við það að vita ekki hvernig í því máli liggur," segir Björn Valur.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir