Föst á Hólmavík í tæpa tvo sólarhringa | Einstakir ljúflingar á Hólmavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2013 19:39 Birna Lárusdóttir. „Við erum í Reykjanesi sem stendur og svo er förinni heitið heim á Ísafjörð," segir Birna Lárusdóttir. Þrettán manna hópur hélt frá Hólmavík vestur á Ísafjörð síðdegis í dag eftir tæplega tveggja sólarhringa dvöl á Hólmavík. Birna var ein nokkurra foreldra sem fylgdu börnum sínum á körfuboltamót til Keflavíkur um liðna helgi. Bílalestin hélt heim á leið á sunnudaginn og hafði veðrið verið þokkalegt þegar kom að Steingrímsfjarðarheiðinni. „Við mættum meira að segja snjómoksturstæki á leiðinni upp á heiðina," sagði Birna og ítrekaði að reyndir ökumenn hefðu ekið bílunum. Þau hefðu haft upplýsingar um veður en það hefði svo breyst á svipstundu. Hópurinn lagði á heiðina um sjö leytið á sunnudagskvöldið. Tveir bílanna náðu alla leið heim á Ísafjörð, þrír náðu í Reykjanes en þrír sátu fastir þar til meðlimir Dagrenningar, björgunarsveitarinnar á Hólmavík, kom þeim til bjargar um þrjú leytið aðfaranótt mánudags.Yngsta barnið í hópnum tvegga ára Að sögn Birnu var yngsta barnið í hópnum aðeins tveggja ára. Ástandið var þó furðu gott í bílnum en varð þó mun betra þegar Ragnheiður Ingimundardóttir, aðstoðarhótelstýra á Hótel Finni á Hólmavík, tók á móti þeim ofan af heiðinni. Vel hefur farið um þrettán manna hópinn á Hólmavík og hafði Birna á orði að um kærkomið aukafrí hefði verið að ræða. Heimamenn hefðu verið afar gestrisnir og nefndi Birna Vigni Pálsson rafvirkja sérstaklega til sögunnar. „Ragnheiður útvegaði okkur líka vöfflujárn og DVD-myndir," sagði Birna í skýjunum með gestrisni heimamanna. Bílarnir sátu fastir á heiðinni þar til síðdegis í dag. Þeir voru allir rafmagnslausir þegar komið var að þeim en fóru allir í gang fyrir rest. Birna og fjölskylda voru komin í Reykjanes og ætluðu að fá sér að borða þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið um sex leytið.Allt er gott sem endar vel Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur úr Holti í Önundarfirði, var í hinum bílnum sem staðsettur var í Reykjarnesi á leiðinni heim. „Nú er þetta allt að leysast.Það var leiðinlegt á Steingrímsfjarðarheiðinni en ekkert í líkingu við á sunnudagskvöldið. Ekkert ofsaveður," sagði Fjölnir. „Við höfum kynnst góðu fólki á Hólmavík. Við tölum bara um að úr hafi orðið óvænt vetrarfrí," sagði Fjölnir. Hann tekur undir orð Birnu að heimamenn hafi reynst hópnum afar vel. „Já, þetta eru einstakir ljúflingar." Birna segist að sjálfsögðu munu skella sér á Nettómótið árlega í Reykjanesbæ að ári. Það verði þó að koma í ljós hvort foreldrar annarra barna sem voru í hópnum treysti þeim fyrir börnunum á nýjan leik eftir þessa reynslu. Nokkrir bílar fóru yfir heiðina í gærkvöldi og fengu fjögur börn annarra foreldra far með þeim heim á Ísafjörð í gærkvöldi. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
„Við erum í Reykjanesi sem stendur og svo er förinni heitið heim á Ísafjörð," segir Birna Lárusdóttir. Þrettán manna hópur hélt frá Hólmavík vestur á Ísafjörð síðdegis í dag eftir tæplega tveggja sólarhringa dvöl á Hólmavík. Birna var ein nokkurra foreldra sem fylgdu börnum sínum á körfuboltamót til Keflavíkur um liðna helgi. Bílalestin hélt heim á leið á sunnudaginn og hafði veðrið verið þokkalegt þegar kom að Steingrímsfjarðarheiðinni. „Við mættum meira að segja snjómoksturstæki á leiðinni upp á heiðina," sagði Birna og ítrekaði að reyndir ökumenn hefðu ekið bílunum. Þau hefðu haft upplýsingar um veður en það hefði svo breyst á svipstundu. Hópurinn lagði á heiðina um sjö leytið á sunnudagskvöldið. Tveir bílanna náðu alla leið heim á Ísafjörð, þrír náðu í Reykjanes en þrír sátu fastir þar til meðlimir Dagrenningar, björgunarsveitarinnar á Hólmavík, kom þeim til bjargar um þrjú leytið aðfaranótt mánudags.Yngsta barnið í hópnum tvegga ára Að sögn Birnu var yngsta barnið í hópnum aðeins tveggja ára. Ástandið var þó furðu gott í bílnum en varð þó mun betra þegar Ragnheiður Ingimundardóttir, aðstoðarhótelstýra á Hótel Finni á Hólmavík, tók á móti þeim ofan af heiðinni. Vel hefur farið um þrettán manna hópinn á Hólmavík og hafði Birna á orði að um kærkomið aukafrí hefði verið að ræða. Heimamenn hefðu verið afar gestrisnir og nefndi Birna Vigni Pálsson rafvirkja sérstaklega til sögunnar. „Ragnheiður útvegaði okkur líka vöfflujárn og DVD-myndir," sagði Birna í skýjunum með gestrisni heimamanna. Bílarnir sátu fastir á heiðinni þar til síðdegis í dag. Þeir voru allir rafmagnslausir þegar komið var að þeim en fóru allir í gang fyrir rest. Birna og fjölskylda voru komin í Reykjanes og ætluðu að fá sér að borða þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið um sex leytið.Allt er gott sem endar vel Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur úr Holti í Önundarfirði, var í hinum bílnum sem staðsettur var í Reykjarnesi á leiðinni heim. „Nú er þetta allt að leysast.Það var leiðinlegt á Steingrímsfjarðarheiðinni en ekkert í líkingu við á sunnudagskvöldið. Ekkert ofsaveður," sagði Fjölnir. „Við höfum kynnst góðu fólki á Hólmavík. Við tölum bara um að úr hafi orðið óvænt vetrarfrí," sagði Fjölnir. Hann tekur undir orð Birnu að heimamenn hafi reynst hópnum afar vel. „Já, þetta eru einstakir ljúflingar." Birna segist að sjálfsögðu munu skella sér á Nettómótið árlega í Reykjanesbæ að ári. Það verði þó að koma í ljós hvort foreldrar annarra barna sem voru í hópnum treysti þeim fyrir börnunum á nýjan leik eftir þessa reynslu. Nokkrir bílar fóru yfir heiðina í gærkvöldi og fengu fjögur börn annarra foreldra far með þeim heim á Ísafjörð í gærkvöldi.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir